× Umsýsla Innskráning Lykilorð Stjórnsíða Veftenging Valkostir English Vörur Áskrift ordabok.is Málfar Tölvuorðabókin Gjafabréf Upplýsingar Um Hjálp Fréttir Umsagnir Verð Orðabækurnar
 

Orðabækurnar
Á þessari síðu er fjallað um orðabækurnar, uppruna þeirra, notkunarsvið og hverjir eru eiginleikar hverrar orðabókar fyrir sig. Til einföldunar er fjallað um ensk-íslenska og íslensk-enska sem eina orðabók og dansk-íslenska og íslensk-danska sem eina orðabók.
Ensk-íslensk-enska orðabókin
Ensk-íslensk-enska orðabókin kom fyrst á markað árið 1993 í Windows-hugbúnaði sem hét Orðabók Aldamóta, og síðan undir nafninu Tölvuorðabókin árið 1996 í útgáfu Máls og menningar. Þarna var um frumkvöðlaverkefni að ræða og var þessum orðabókum tekið opnum örmum, enda mjög gagnlegar. Hafa þær notið gríðarlegra vinsælda. Tölvuorðabókin er enn gefin út með endurnýjuðum orðasöfnum og er hún notuð mjög víða.

Ensk-íslensk og íslensk-ensk orðabók er sú sem Íslendingar þurfa mest á að halda. Það eru til nokkrar slíkar á markaði á Íslandi en sú sem er á ordabok.is er stærst þeirra, enda hefur verið lögð mikil rækt við að hún uppfylli kröfur notenda sinna. Fer mikil vinna í það á hverju ári að bæta við hana uppflettiorðum svo þúsundum eða jafnvel tugþúsundum skiptir. Er eftir fremsta megni leitast við að láta orðabókina endurspegla nútímalegt orðfæri og innihalda þau orð og hugtök sem í notkun eru í þjóðfélaginu. Sér ekki fyrir endann á þeirri vinnu.

Upprunalega var orðabókin 90.000 uppflettiorð, en nú er hún orðin 350.000 uppflettiorð. Hún hefur því tvöfaldast og rúmlega það. Samtals eru svo um 350.000 orðskýringar í ensk-íslensk-ensku orðabókinni.

Uppflettiorð orðabókarinnar eru orðflokkamerkt og reglumerkt. Það gerir að verkum að hægt er að sýna beygingar þeirra og einnig að notandi getur leitað að þeim í hvaða beygingarmynd sem er.

Notkunarsvið orðabókarinnar er mjög víðtækt. Hún er notuð á vefsíðunni ordabok.is, í Tölvuorðabókinni, í leiðréttingaforritinu Málfar og verður notuð í þýðingaforriti sem er í þróun hjá ordabok.is.

Framburður er heyranlegur í ensk-íslensku orðabókinni.
Dansk-íslensk-danska orðabókin
Dansk-íslensk-danska orðabókin kom fyrst inn á ordabok.is árið 2008 og hafði þá verið nokkur ár í vinnslu. Hún var unnin upp úr Íslenzk-danskri orðabók eftir Ágúst Sigurðsson sem kom upphaflega út árið 1957.

Orðabókin hefur verið stækkuð um nokkur þúsund uppflettiorð, auk þess sem hún hefur verið færð til nútímahorfs bæði hvað varðar íslenska og danska stafsetningu og orðfæri. Þá hefur einnig verið gerð dönsk-íslensk orðabók upp úr henni.

Uppflettiorð orðabókarinnar eru orðflokkamerkt. Eftir er hins vegar að reglumerkja þau. Það er því ekki enn hægt að sýna beygingar þeirra en það verður væntanlega útfært á næstu misserum.

Dansk-íslensk-danska orðabókin er notuð á vefsíðunni ordabok.is og í Tölvuorðabókinni.

Framburður er heyranlegur í dansk-íslensku orðabókinni.
Stafsetningarorðabókin
Stafsetningarorðabókin kom fyrst inn á ordabok.is árið 2009. Hún byggist á íslensk-ensku orðabókinni sem til staðar er á ordabok.is.

Stafsetningarorðabókin er stærsta íslenska stafsetningarorðabók sem komið hefur út.

Uppflettiorð orðabókarinnar eru orðflokkamerkt og reglumerkt. Það gerir að verkum að hægt er að sýna beygingar þeirra og einnig að notandi getur leitað að þeim í hvaða beygingarmynd sem er. Helstu beygingar orðs eru sýndar í leitarniðurstöðu. Þessu til viðbótar gerir orðabókin einnig ráð fyrir mörgum algengum villum í stafsetningu. Hún leiðbeinir auk þess um val milli svipaðra orða þegar notandinn er ekki viss um rétta stafsetningu.

Stafsetningarorðabókin er notuð á vefsíðunni ordabok.is og í Tölvuorðabókinni.

ordabok.is - orðabókavefur
Um vefinn
Hafa samband